Heimagerður tequila-skrúbbur

Þessi tequila-skrúbbur endist í um tvær vikur í kæli.
Þessi tequila-skrúbbur endist í um tvær vikur í kæli. beautybets.com

Það getur verið gaman að útbúa sínar eigin snyrtivörur og það þarf ekki að vera flókið. Hérna kemur til dæmis uppskrift að tequila-skrúbbi sem tekur aðeins örfáar mínútur að útbúa.

Það sem er merkilegt við þennan skrúbb er að hann inniheldur tequila en það hefur sótthreinsandi eiginleika.

Innihald:

  • 1 bolli sjávarsalt
  • 4 matskeiðar ólívuolía
  • safi úr tveimur límónum
  • nokkrir dropar af sítrónu-ilmkjarnaolíu
  • 1-2 matskeiðar tequila

Aðferð:
Blandaðu öllu hráefninu saman í litla skál og hrærðu vel þar til skrúbburinn hefur náð eftirsóknarverðri áferð. Skrúbbinn er best að nota samstundis en hann geymist í kæli í um tvær vikur.

Athugaðu: Ekki nota skrúbbinn á viðkvæma eða nýrakaða húð þar sem tequila og límónusafi geta ert húðina.

Uppskriftin kemur af BeautyBets

Tequila nýtist í snyrtivörur, hverjum hefði dottið það í hug?
Tequila nýtist í snyrtivörur, hverjum hefði dottið það í hug?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál