Íhugar að minnka sælgætisát með dáleiðslu

Sofia Vergara er mikill nammigrís að eigin sögn.
Sofia Vergara er mikill nammigrís að eigin sögn. AFP

Leikkonan Sofia Vergara er mikill nammigrís að eigin sögn og þarf að stunda mikla líkamsrækt til að halda sér í formi eftir að hún varð fertug. Hún hlakkar ekki til að eldast en ætlar að reyna að gera það á þokkafullan hátt, hún hefur þó ekkert á móti lýtaaðgerðum.

Hin 42 ára Vergara hefur ekkert á móti lýtaaðgerðum né bótoxi og íhugar að notfæra sér þær leiðir í framtíðinni til að draga úr öldrunareinkennum. „Ef þetta gleður þig og gefur þér aukið sjálfstraust, af hverju ekki að gera það?“ sagði Vergara í viðtali við tímaritið InStyle. „En fólk verður að kynna sér málið áður en það lætur vaða, svo það viti við hverju það má búast.“

„Ég vil ekki eldast, en hey, hvað getur maður gert? Þetta er lífsins gangur, ég ætla að reyna eldast á þokkafullan hátt.“

Vergara segist stunda meiri líkamsrækt í dag en hún hefur nokkurn tímann gert vegna þess að hægst hefur á grunnbrennslu hennar á seinni árum. „Það vita allir að ég er alltaf í ræktinni. Ég var alltaf ánægð með mig en um leið og ég varð fertug þá fór ég að taka eftir að líkami minn varð mýkri,“ sagði Vergara sem kveðst vera mikill sælgætisgrís.

„Ég heyrði um mann sem getur dáleitt fólk til að hætta að borða sælgæti, ég er að íhuga að leita til hans. Ég er heltekin af sælgæti!“

Sofia Vergara segist alltaf vera í ræktinni.
Sofia Vergara segist alltaf vera í ræktinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál