Er verið að leggja Renee Zellweger í einelti?

Leikkonan Renee Zellweger hefur hlotið mikla athygli undanfarið.
Leikkonan Renee Zellweger hefur hlotið mikla athygli undanfarið. AFP

Eins og við greindum frá í gær hefur andlit leikkonunnar Renee Zellweger breyst mikið á stuttum tíma og vilja margir meina að hún hafi farið í fegrunaraðgerðir. Netheimar hafa logað undanfarið vegna þessa en mætti kalla þessa miklu umræðu einelti?

Zellweger kveðst ekkert skilja í þessari miklu umræðu sem myndast hefur vegna útlits hennar. Hún segist þó vera afar ánægð með útlitsbreytinguna og þakkar hana heilsusamlegu líferni. Fólk virðist eiga erfitt með að trúa henni og er óhrætt við að tjá skoðanir sínar.

Amelia Butterly, blaðamaður BBC, heldur því fram að um einelti sé að ræða. „Fólk deilir fyrir-og-eftir-myndum af henni, það hashtaggar og grínast með útlit hennar,“ skrifar Butterly í pistil sinn sem birtist á heimasíðu BBC.

Er hægt að leggja fræga í einelti?

„Samkvæmt heimasíðu Bullies Out snýst einelti á netinu m.a. um að skrifa meiðandi og ljót ummæli um einhvern á samfélagsmiðlum. Samkvæmt þeirri skilgreiningu gætum við kallað þetta einelti,“ útskýrir Butterly og tekur fram að þetta séu ekki aðeins einstaklingar sem tala svona um Zellweger heldur einnig fjölmiðlar.

Butterly finnst einnig sorglegt að fólk skuli birta myndir af Zellweger og merkja myndirnar með kassamerki og skrifa ljót orð við myndirnar.

„Einhverjir halda því kannski fram að fólk sem er frægt af fúsum og frjálsum vilja bjóði upp á að almenningur geri slíkar athugasemdir um það og því sé ekki hægt að tala um einelti,“ segir Butterly en bendir á að ótal opinberir einstaklingar hafi stigið fram í gegnum tíðina og tjáð sig um persónulegar árásir sem það hefur orðið fyrir og áhrif þeirra.

Renee Zellweger árið 2006.
Renee Zellweger árið 2006. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál