Þetta gerist ef þú sofnar með farðann

Það er mikilvægt að hreinsa húðina vandlega áður en farið …
Það er mikilvægt að hreinsa húðina vandlega áður en farið er að sofa.

Það kannast eflaust margar konur við að hafa einhvern tímann gleymt að þrífa farðann af andlitinu í lok dags. Þetta er afar slæmt fyrir húðina eins og sjá má á ásigkomulagi hennar daginn eftir. Snyrtifræðingurinn Jeannette Graf útskýrði fyrir lesendum Womans Health hvaða áhrif það hefði að sofa með farðann.

„Því oftar sem þú sefur með farðann, því meiri skaða hlýtur húðin af. Á nóttunni endurnýjar húðin sig en farði og óhreinindi koma í veg fyrir að hún nái því.“

Farði:

„Farði er þykkur og þekur húðina allan daginn, segir Graf. Litarefnin brotna niður yfir daginn og setjast ofan í húðholurnar og koma í veg fyrir að húðin nái að endurnýja sig. Þetta dregur úr kollagenframleiðslu húðarinnar og orsakar þannig fínar línur og stíflaðar húðholur og jafnvel bólur.“

Varalitur

Þeir sem  hafa sofnað með varalit hafa eflaust tekið eftir því að varirnar eru þurrar og sprungnar daginn eftir. Graf mælir með að fjarlægja allan varalit af vörunum fyrir svefninn og bera svo varasalva á varirnar til að koma í veg fyrir þurrk.

Maskari

„Agnir úr maskaranum geta stíflað hársekkina og valdið ertingu í húðinni. Maskarinn getur þá jafnvel valdið sýkingu. Því lengur sem maskarinn er skilinn eftir á, því meiri líkur á sýkingu,“ segir Graf. Maskarinn getur einnig þurrkað upp augnhárin og valdið því að þau brotna auðveldlega.

Graf mælir með að geyma farðahreinsi á náttborðinu. „Þannig minnkar þú líkurnar á að gleyma að hreinsa andlitið.“

Förðunarvörur geta haft slæm áhrif á húðina ef þær eru …
Förðunarvörur geta haft slæm áhrif á húðina ef þær eru ekki notaðar rétt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál