Varar konur við að fá sér „sumarfrísbrjóst“

Sumt fólk er tilbúið til að gera nánast hvað sem …
Sumt fólk er tilbúið til að gera nánast hvað sem er til að líta vel út á ströndinni. AFP

Breskur lýtalæknir hefur nú stigið fram og varað fólk við að fá sér svokölluð „sumarfrísbrjóst“ en amerískur læknir vonast til að geta boðið upp á slíka meðferð sem allra fyrst. Meðferðin snýst um að stækka brjóstin um a.m.k. heila skálastærð en stækkunin endist í allt að þrjár vikur að sögn læknisins.

Ef þessi meðferð verður að veruleika gætu konur skellt sér í hana fyrir t.d. sumarfríið og skartað stærri brjóstum á ströndinni. En breski sérfræðingurinn Ash Mosahebi telur ákveðna áhættu fylgja svona meðferð.

Áhættuþættirnir eru margir

Mosahebi hefur starfað sem lýtalæknir í 15 ár og hann hefur sínar efasemdir um þessa tímabundnu brjóstastækkun. Hann nefnir mar, bólgur og sýkingu sem dæmi um áhættuþætti og einnig misstór brjóst.

 „Ég skil alveg af hverju fólk er að kynna sér þetta en fyrir mér er vandamálið sýkingahætta og fleira,“ sagði Mosahebi í viðtali við Mail Online. Hann varar konur við að leita að tímabundnum töfralausnum. „Ef eitthvað klikkar þá gætir þú skaðað lunga.“

„Þetta hljómar sem einföld aðgerð en þú getur ekki stólað á að þessi upplausn sem notuð er muni leysast jafnt upp. Þú gætir endað með eitt brjóst í stærð B og hitt í stærð D, hver veit hversu lengi það varir.“

Margt fólk fær sér fyllingarefni í varirnar. Ætli fólk fari …
Margt fólk fær sér fyllingarefni í varirnar. Ætli fólk fari næst að fá sér fyllingarefni í brjóstin? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál