Hvaða varalit skartaði Rihanna?

Rihanna var með dökkan varalit á frumsýningu heimildamyndarinnar It‘s Not …
Rihanna var með dökkan varalit á frumsýningu heimildamyndarinnar It‘s Not Over. AFP

Söngkonan Rihanna klæddist fágaðri bleikri dragt og var með hárið uppsett þegar hún skellti sér á frumsýningu heimildamyndarinnar It‘s Not Over fyrr í vikunni. Hún setti punktinn yfir i-ið með dökkum varalit frá MAC.

Kvikmyndin It‘s Not Over er nýjasta verkefni MAC en tilgangur hennar er að vekja athygli á HIV-veirunni og alnæmi. Rihanna er einmitt talskona fyrir Viva Glam-vörur MAC en allur ágóði sem safnast með sölu þeirra rennur til sjóðsins The MAC Aids Fund.

Ekki er alveg víst hvaða varalit Rihanna var með á frumsýningunni en líklegt þykir að um varalitinn Dark Side frá MAC sé að ræða.

„Við erum hérna samankomin vegna heimildarmyndarinnar It‘s Not Over, hún mun fræða ótal ungmenni um hvaða áhrif HIV og alnæmi hefur, þetta er svo mikilvægt,“ sagði Rihanna á frumsýningunni.

Rihanna klæddist sætri dragt á frumsýningu heimildamyndarinnar It‘s Not Over.
Rihanna klæddist sætri dragt á frumsýningu heimildamyndarinnar It‘s Not Over. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál