Nýjasta æðið í Hollywood er „waist training“

Kardashian-systurnar stunda „waist training“ grimmt.
Kardashian-systurnar stunda „waist training“ grimmt. Instagram

Nýjasta æðið í Hollywood er að þjálfa mittið með sérstöku korsiletti en það var engin önnur en raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem byrjaði þetta æði. Kim, systur hennar og nokkrar aðrar Hollywood-stjörnur birta nú reglulega myndir af sér á samfélagsmiðlum sem sýna þær þjálfa mittið með aðferð sem þær kalla „waist training“. En í hverju fellst þessi þjálfun og gæti hún verið skaðleg?

Rachel Quigley, blaðamaður Life & Style, prófaði samskonar korsilett og Kardashian-systur og fleiri nota. „Langar mig í rass eins og Kim? Nei. Langar mig í grannt mitti eins og hún. Já,“ skrifar Quigley sem var tilbúin til að prófa korsilettið í tvær vikur.

Áður en Quigley byrjaði fékk hún ráðleggingar hjá einkaþjálfaranum Kali O'Mard. „Það sem gerist er að þú ert að þrýsta á magann og ýta fitunni annað, þú ert ekki að losa þig við hana. Ég mæli með að þú stundir líkamsrækt, borðir hollt og sleppir öllum unnum matvörum. Þannig færðu magann og mittið sem þig dreymir um,“ sagði O'Mard við Quigley. Quigley fór að ráðleggingum O'Mard en notaði korsilett líka. Hún þjálfaði stíft með korsilettið um mittið. „Það var hræðilegt. Ég viðurkenni að ég þurfti að taka það af á miðri æfingu,“ útskýrir Quigley sem var við það að gefast upp. En í nafni blaðamennskunnar ákvað hún að halda áfram að eigin sögn.

Mittið minnkaði um 2,5 sentímetra á tveimur vikum

Quigley mælir með að fólk fari hefðbundnari leiðir til að öðlast grannt mitti, eins og að stunda líkamsrækt og borða hollt. En þrátt fyrir að Quigley sé ekki beint hrifin af korsilettinu er hún ánægð með árangurinn sem tilraunin skilaði henni. „Tveimur vikum seinna var ég búin á því og tilbúin að henda þessu í ruslið ... þar til ég mældi sjálfa mig. Mittið hafði minnkað um 2,5 sentímetra á 14 dögum.“ Quigley segir korsilettið hafa virkað en hún ætlar þó ekki að halda áfram að nota það. 

Í kjölfar mikillar umræðu um korsilett hafa nokkrir læknar stigið fram og mælt gegn þessari nýju tískubylgju. Þeir nefna óþægindi, klemmdar taugar, mar og oföndun sem dæmi um ástæður fyrir því að fólk ætti að fara varlega í að taka þátt í þessum tískustraumi sem var afar vinsæll snemma á 19. öld.

Umfjöllun Quigley má lesa á heimasíðu Life & Style.

Korsilett voru vinsæl snemma á 19. öldinni. Þá voru yfirlið …
Korsilett voru vinsæl snemma á 19. öldinni. Þá voru yfirlið kvenna algeng enda náðu lungun ekki að lenjast alveg út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál