Svona á að þvo á sér hárið

Kannt þú að þvo á þér hárið?
Kannt þú að þvo á þér hárið? Ljósmynd/jointhemood.blogspot.com/

Flestir halda að það sé sáraeinfalt að þvo á sér hárið. Smá sjampó, vatn og svo er hárið þurrkað með handklæði í snatri. En hárgreiðslufólk er ekki sammála þessu. Til að öðlast þykkt og fallegt hár þarf að hugsa vel um það og hafa nokkur atriði í huga.

Hárgreiðslumaðurinn Andrew Barton segir fólk eiga að hugsa um hárið á sér eins og húðina. „Það er allt í lagi að þvo hárið daglega. Þú myndir ekki sleppa því að þvo andlitið daglega, en það eru þarna nokkur atriði sem þarf að huga að.“

Það er óþarfi að sápa allt hárið að sögn Barton, það er nóg að þvo hársvörðinn með sjampói og skola það svo úr. Endarnir verða hreinir í leiðinni að sögn Barton. Hann segir þá mikilvægt að fara varlega og skrúbba ekki hárið mjög harkalega. Hárið getur slitnað og hársvörðurinn á það til að verða fitugur fyrr.

Barton og aðrir hárgreiðslumenn sem blaðamaður Mail Online tók tali sögðu þá að það væri mikilvægt að sjampóið væri skolað vel og vandlega úr öllu hárinu og ekki með heitu vatni. „Konur nota oft of heitt vatn þegar þær skola á sér hárið, þær halda að hárið verði hreinna fyrir vikið.“ Hann segir heitt vatn erta hársvörðinn sem verður til þess að olíuframleiðsla eykst.

Sápið hárið tvisvar

Barton segir mikilvægt að fólk noti góðar hárvörur vilji það fá heilbrigt og fallegt hár. Hárvörur sem fríska upp á hársvörðinn og gefa hárinu gljáa eru ómissandi að mati Barton. Barton mælir svo með að fólk fjárfesti í góðu sjampói og sápi hárið tvisvar þegar það þvær á sér hárið.

„Til að ná sem bestum árangri er mikilvægt að hárið sé rennandi blautt þegar sjampóið er borið í,“ útskýrir Barton og bendir á að fólk ætti að kaupa sjampó sem hentar þess hárgerð.

Að lokum segir Barton að handklæði geti haft slæm áhrif á hárið og slitið það ef því en nuddað harkalega á hárið og hársvörðinn. Hann mælir frekar með að kreista handklæðið varlega utan um hárið og koma þannig í veg fyrir skemmdir.

Það þarf að huga að ýmsu þegar kemur að hárumhirðu.
Það þarf að huga að ýmsu þegar kemur að hárumhirðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál