Játningar fyrrverandi brúnkufíkils

Fólk getur orðið háð því að liggja í sólbaði.
Fólk getur orðið háð því að liggja í sólbaði. AFP

„Í áraraðir var ég alltaf sólbrún. Ég varð brúnkufíkill þegar ég vann sem lífvörður stuttu eftir menntaskóla. Þarna var óöryggið í hámarki. Eftir það sumar fór ég í háskóla í Flórída, þar grillaði ég mig á sundlaugarbakkanum við hvert tækifæri sem ég fékk. Ég lá í sólinni með fartölvuna mína í allt að sex klukkustundir í senn,“ segir fyrrverandi brúnkufíkillinn í játningu sinni sem birtist á heimasíðu Marie Claire.

„Sjálfsálit mitt jókst í takt við sólbrúnkuna. Þegar ég var brún þá leit húð mín út fyrir að vera slétt og ljómandi,“ segir fyrrverandi brúnkufíkillinn. Hún kveðst hafa þráð sólina öllum stundum. Hún brann sjaldan en hún fann fyrir ákveðinni huggun þegar húð hennar hitnaði mikið og var á mörkunum að brenna. Þá vissi hún að sólböðin væru að „virka“. Daginn eftir mikil sólböð leið henni eins og hún væri svo falleg.

„Fólk í kringum mig virtist vera sátt í eigin skinni en ég varð kvíðin ef ég komst ekki í sól allan daginn. Á þeim dögum sem rigndi fór ég á sólbaðsstofu.“

Var flekkótt af brúnkukremi og ilmaði illa

Þegar fyrrverandi brúnkufíkillinn útskrifaðist úr skóla þurfti hún að byrja að vinna innandyra. Húð hennar fölnaði og henni fannst „gallar“ sínir áberandi. „Allt í einu var ég með bauga, bólur og ójöfnur í húðinni. Sólarpúður gerði ekkert gagn. Ég þekkti ekki þessa nýju stelpu. Hún var að gera út af við sjálfstraustið mitt.“

Fyrrverandi brúnkufíkillinn ákvað þá að fara í brúnkumeðferð á snyrtistofu. „Ég elskaði það þegar snyrtifræðingurinn breytti húðlitnum mínum í heitt súkkulaði. Stundum var brúnkan fullkomin en þegar stofan var lokuð þurfti ég að prófa aðrar stofur sem létu mig líta fáránlega út. Ég reyndi að nota brúnkukrem heima en ég varð flekkótt,“ segir fyrrverandi brúnkufíkillinn sem segir farir sínar ekki sléttar. „Ég ilmaði líka eins og rósir sem höfðu farið í örbylgjuofn.“

Brúnkan lak af henni í úrhellis rigningu

Þegar vinnufélagi fyrrum brúnkufíkilsins gerði svo góðlátlegt grín að henni fór hún að hugsa.

Það sem fyllti svo mælinn var þegar fyrrverandi brúnkufíkillinn lenti í úrhellis rigningu og brúnkuúðinn lak hægt og rólega niður útlimi hennar. „Loksins gat ég hlegið að sjálfri mér.  Smátt og smátt hætti ég að fara í brúnkumeðferðir. Ég hætti að eyða tíma í þetta.“

„Ég sakna útlitsins. Ég á ennþá erfitt með að sætta mig við spegilmyndina, sérstaklega þá daga sem ég er mjög þreytt. En sólbrúnka hætti að vera mér mikilvæg.“

„Það að sætta mig við húðlitinn minn hefur gert lífið auðveldara. Ég hef lært að kunna að meta hreinu húðina mína. Ég er hætt að bjóða hættunni heim og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að gríman leki af mér. Ég get verið ég sjálf.“

Brúnkukrem eru skaðlaus en útkoman getur verið flekkótt ef ekki …
Brúnkukrem eru skaðlaus en útkoman getur verið flekkótt ef ekki er vandað til verka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál