Ráð til að líta betur út ómáluð

Förðunarfræðingurinn Sona Gasparian deilir góðum ráðum á YouTube-síðunni sinni.
Förðunarfræðingurinn Sona Gasparian deilir góðum ráðum á YouTube-síðunni sinni. youtube.com

Förðunarfræðingurinn Sona Gasparian lumar á mörgum góðum ráðum þegar kemur að húðumhirðu og förðun. Hérna kennir úr áhugasömum hvernig er hægt að líta sem best út án þess að nota förðunarvörur.

Sona mælir með að gefa sér góðan tíma í húðina. Hún byrjar að að skrúbba varirnar og húðina til að koma blóðflæðinu af stað. Sona notar tannbursta til að skrúbba varirnar en sérstakan húðbursta til að skrúbba húðina.

Því næst notar hún gott rakakrem og nærandi varasalva.

Sonu finnst ómissandi að nota augnhárabrettara þá daga sem hún er ómáluð. Svo setur hún punktinn yfir i-ið með því að bera feitt krem á augnhárin, það gefur þeim smá glans.

Ef að Sona ætlar að svindla og nota aðeins eina förðunarvöru þá verður sólarpúður fyrir valinu. Áhugasamir geta fylgst með Sonu á YouTube-síðunni hennar

Clarisonic hreinsiburstinn kemur blóðflæðinu af stað.
Clarisonic hreinsiburstinn kemur blóðflæðinu af stað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál