Ljómandi sumarförðun skref fyrir skref

Svona er förðunartískan í sumar.
Svona er förðunartískan í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Förðunarfræðingarnir Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir hjá Smashbox og Þóra Kristín Þórðardóttir hjá MAC sýna okkur hérna réttu handtökin sem nýtast þeim sem vilja læra að kalla fram sumarlega förðun þar sem húðin fær að njóta sín og bjartir litir eru í aðalhlutverki.

Hildur Anissa var förðuð með snyrtivörum frá MAC. Hildur er …
Hildur Anissa var förðuð með snyrtivörum frá MAC. Hildur er með Neon Orange varalitinn. Árni Sæberg

Þóra Kristín farðaði Hildi Anissu Fodilsdóttur með vörum frá MAC. „Ég byrjaði á að undirbúa húðina með Fix+ og Strobe Cream sem gefur húðinni góðan raka og aukinn ljóma. Strobe Cream er stútfullt af vítamínum og andoxunar efnum sem vernda og styrkja húðina og gefa henni bæði raka og næringu. Því næst setti ég á hana Face&Body farða, sem er ótrúlega fallegur og léttur farði sem hægt er að byggja upp í þá þekju sem þú villt ná fram. Ég notaði Light Boost highlighter til að lýsa upp augnsvæðið og þau svæði sem ég vildi draga fram. Ég notaði BB Bronzer compact í litnum Refined Golden til að skyggja andlitið en þetta er snilldar vara sem gefur fallega og náttúrulega skyggingu og gerir húðina ferska og fallega. Í kinnarnar setti ég Cream Color Base í litnum Virgin Isle, en hann gefur kremaða og létta áferð sem er fullkomin fyrir sumarið,“ segir Þóra.

„Á augun notaði ég Pigmentin Vanilla og Tan og bleytti ég þau upp með Fix+ til að fá glansandi áferð. Ég notaði Embark augnskugga til þess að skyggja augun og rammaði þau svo inn með Fluidliner eyeliner í litnum Deliciously Rich. Ég notað Zoom Fast Black Lash á augnhárin til þess að gera þau löng og þétt en formúlan er kremuð og flauels mjúk sem lyftir augnhárunum og greiðir hvert einasta hár.“

Þóra Kristín Þórðardóttir sá um að farða Hildi Anissu.
Þóra Kristín Þórðardóttir sá um að farða Hildi Anissu. Árni Sæberg

„Á varirnar notaði ég svo What A Blast varablýant og Neon Orange varalit og til að toppa lúkkið setti ég Smile Dazzleglass yfir.“

Farðagrunnur tryggir endingargóða förðun

Arna Sigurlaug farðaði Sigrúnu Hrefnu Sveinsdóttur með snyrtivörum frá Smashbox.
„Ég grunnaði húðina með Photo Finish Luminizing primer, farðagrunnurinn gefur ótrúlega fallegan ljóma og heldur farðanum á yfir daginn. Því næst setti ég BB-krem (SPF35) á húðina sem er snilldarvara, þetta er náttúrulegur farði sem gefur góðan raka og hefur stjórn á olíuframleiðslu húðarinnar. Ég notaði BB-concealer undir augu og á rauð svæði, þessi vara ætti að vera í öllum snyrtibuddum, þetta er bæði hyljari og augnkrem í einni vöru. Ég notaði Step By Step Contour Kit til þess að skyggja og „highlighta“ andlitið og Soft Light Prism á kinnbein til að fá fallegan sumarljóma.“

Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir farðaði Sigrúnu Hrefnu Sveinsdóttur með vörum frá …
Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir farðaði Sigrúnu Hrefnu Sveinsdóttur með vörum frá Smashbox. Árni Sæberg

„Augun grunnaði ég með 24Hour Shadow Primer svo hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af augnförðuninni allan daginn og kvöldið, og notaði Focal Point Augnskuggatríó. Og á augnhárin notaði ég Full Exposure Maskara til að fá meiri lengd og þykkt, stór burstinn nær hverju hári og formúlan smitast ekki og flagnar ekki.“

„Á varirnar setti ég Fireball Matte, sem er nýr fallegur sumarlitur frá Smashbox.“

Sigrún er með nýjan varalit frá Smashbox, hann heitir Fireball …
Sigrún er með nýjan varalit frá Smashbox, hann heitir Fireball Matte. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál