Sannkallað förðunarslys á rauða dreglinum

Förðun Nicole Kidman myndaðist afar illa.
Förðun Nicole Kidman myndaðist afar illa. AFP

Förðunarfræðingur leikkonunnar Nicole Kidman er eflaust í vondum málum núna því andlit Kidman var sannkallað förðunarslys á Women In Film 2015 Crystal + Lucy-hátíðinni í Los Angeles í seinustu viku.

Andlit Kidman var þakið hvítu púðri sem sást vel í flassi myndavélanna, útkoman var afar slæm. Og það versta er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikkonan lendir í þessu. Förðun hennar vakti mikla athygli árið 2009 á frumsýningu kvikmyndarinnar Nine því púðrið sem hafði verið sett á húð hennar endurkastaði ljósinu frá myndavélunum þannig að hvít slikja myndaðist undir augun.

En Kidman er ekki eina leikkonan sem hefur orðið var við þetta hvimleiða vandamál. Angelina Jolie, Drew Barrymore og Uma Thurman hafa allar lent í svipuðu og eflaust tekið förðunarfræðinginn sinn á teppið eftir á.

Nicole Kidman ætti að finna sér nýjan förðunarfræðing sem veit …
Nicole Kidman ætti að finna sér nýjan förðunarfræðing sem veit hvaða snyrtivörur henta fyrir myndatökur. AFP
Angelina Jolie á frumsýningu The Normal Heart.
Angelina Jolie á frumsýningu The Normal Heart. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál