Útlit Tildu Swinton hefur tekið stakkaskiptum

Tilda Swinton er sannkallað kamelljón.
Tilda Swinton er sannkallað kamelljón. Samsett mynd /AFP /mailonline

Leikkonan Tilda Swinton er þekkt fyrir að skarta skjannahvítu, stuttu hári. Sömuleiðis leyfir hún mjólkurhvítri húðinni og hvítu augnhárunum að njóta sín. En Swinton er nánast óþekkjanleg í hlutverki sínu í kvikmyndinni Trainwreck því þar er hún með axlasítt, skollitað hár, sólbrúna húð og dökka augnförðun.

Swinton er sannkallað kameljón. Útlit hennar tekur stakkaskiptum fyrir hvert og eitt hlutverk sem hún tekur að sér en útlitsbreytingin í Trainwreck er sláandi.

Swinton er algjör skvísa í hlutverki sínu í Trainwreck og punkturinn yfir i-ið er svo aðsniðni kjóllinn úr smiðju Victoriu Beckham.

Kvikmyndin Trainwreck kemur í íslensk kvikmyndahús í lok mánaðar.

Amy Schumer leikur á móti Tildu Swinton í kvikmyndinni Trainwreck.
Amy Schumer leikur á móti Tildu Swinton í kvikmyndinni Trainwreck. Skjáskot úr sýnishorni Trainwreck
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál