Nei, þetta getur ekki verið sama manneskjan

Ljósmynd úr seríunni Both Sides of.
Ljósmynd úr seríunni Both Sides of. Skjáskot Lost at E Minor

Það kannast eflaust margir við að stilla sér upp á sama máta þegar ljósmyndara ber að garði, öll viljum við jú sýna okkar bestu hliðar.

Andlit okkar eru langt frá því að vera samhverf og hugsanlega er önnur hlið þess okkur frekar að skapi en hin.

Ljósmyndarinn Alex John Beck rannsakar samhverfu í nýrri ljósmyndaseríu sinni sem hann kallar Both Sides of. Beck tók portrett myndir af fólki sem hann vann síðan í tölvu. Hann skipti andlitum fólks í helminga með tölvutækni og speglaði svo vinstri hliðina annars vegar, og hægri hins vegar.

Á endanum sat hann eftir með tvær myndir sem sýna hvernig fyrirsætur hans myndu líta út ef andlit þeirra væru algerlega samhverf.

Það er forvitnilegt að sjá að hjá sumum viðföngum hans er ansi mikið til í þessu með góðu og slæmu hliðina.

Fleiri myndir má sjá á Lost at E Minor.

Eins og sjá má er munurinn á hægri og vinstri …
Eins og sjá má er munurinn á hægri og vinstri hlið andlitsins ansi mikill. Skjáskot Lost at E Minor
Það er forvitnilegt að sjá að á vinstri myndinni er …
Það er forvitnilegt að sjá að á vinstri myndinni er fyrirsætan með frekjuskar, sem ekki er að finna á þeirri hægri. Skjáskot Lost at E Minor
Þessi stúlka er með frekar samhverft andlit, þó er munurinn …
Þessi stúlka er með frekar samhverft andlit, þó er munurinn talsverður. Skjáskot Lost at E Minor
Þessi mæti herramaður á sér tvær afar ólíkar hliðar.
Þessi mæti herramaður á sér tvær afar ólíkar hliðar. Skjáskot Lost at E Minor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál