Sprenging í fegrunaraðgerðum

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. instagram @styledbyhrush

Kardashian og Jenner systurnar eru meðal þekktustu kvenna í heiminum í dag. Þær má reglulega sjá í fjölmiðlum, þær tröllríða samfélagsmiðlum, auk þess sem þær halda úti vinsælum raunveruleikaþætti. Þess að auki hanna þær föt, gefa út bækur og sitja fyrir á tískuljósmyndum svo eitthvað sé nefnt.

Vinsældir þeirra er gríðarlegar, en nú hefur komið í ljós að eftirspurnin eftir fegrunaraðgerðum hefur aukist í takt við vinsældirnar, en margir eiga sér þann draum heitastan að líkjast systrunum.

Mark Norfolk, starfandi lýtalæknir í Bretlandi, segir að margar breskar konur ákveði að leggjast undir hnífinn í tilraun til að líkjast raunveruleikastjörnunum. Jafnframt bendir hann á að aukning í fyrirspurnum sé gríðarleg, til að mynda hafi eftirspurnin eftir varafyllingarefni rokið upp um 700% eftir að Kylie Jenner játaði að hafa gengist undir slíka aðgerð fyrr á árinu.

„Kardashian systur, og þeirra líkar, hafa haft gríðarleg áhrif á fólk með klæðaburði sínum og útliti. Systurnar hafa sankað að sér fjölda aðdáenda sem við sjáum við störf okkar. Til að mynda hefur orðið 54% aukning í fyrirspurnum um rassígræðslur sem eru innblásnar af Kim og Khloé.“

„Enginn hefði getað sagt til um áhrifin sem Kylie myndi hafa á varafyllingarbransann. Hún er án efa helsti talsmaður þessarar aðgerðar.“

Khloe Kardashian, Kourtney Kardashian, Kim Kardashian, Kris Jenner and Kylie …
Khloe Kardashian, Kourtney Kardashian, Kim Kardashian, Kris Jenner and Kylie Jenner stilla sér upp á rauða dreglinum. mbl.is/AFP
Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og systir hennar Kylie Jenner kynna nýju …
Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og systir hennar Kylie Jenner kynna nýju fatalínuna sína. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál