Svona haldast gleraugun á sínum stað

Það getur verið þreytandi þegar gleraugun eru á fleygiferð.
Það getur verið þreytandi þegar gleraugun eru á fleygiferð. Thinskstock / Getty Images

Ef þú notast við gleraugu, sem og andlitsfarða, hefur þú líklegast tekið eftir því að brillurnar leka gjarnan niður eftir nefinu.

Það er fátt leiðinlegra en að þurfa í sífellu að ýta gleraugunum aftur á sinn stað, en gleðifréttirnar eru þó þær að einfaldlega má koma í veg fyrir þennan vesensgang. Það eina sem til þarf er augnskuggagrunnur, líkt og fram kemur í umfjöllun SELF.

Þeir sem kannast við vandamálið geta því prufað að setja örlítinn augnskuggagrunn á nefnið, þar sem gleraugun eiga að hvíla, áður en farði er borinn á húðina. Augnskuggagrunnurinn gerir það að verkum að húðin verður eilítið stöm, sem aftur verður til þess að gleraugun fara síður á ferðalag.

Og þar hafið þið það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál