Leyndarmálið að vera einhleyp

Young borðar einungis 800 hitaeiningar á dag og fer reglulega …
Young borðar einungis 800 hitaeiningar á dag og fer reglulega í ræktina. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Elisabeth Young, fimmtug kona frá Englandi, segir leyndarmálið að baki unglegu útliti vera það að hún er ógift.

Young ákvað snemma að hún myndi ekki ganga í hjónaband, enda segir hún streituna sem fylgir því að eiga eiginmann og tengdafjölskyldu geta stuðlað að hrukkum, þyngdaraukningu og gráum hárum.

Þar sem hún á hvorki eiginmann, né börn, hefur hún nægan tíma til að huga að mataræðinu, fara í ræktina og út að skemmta sér.

„Fólk segir mér alltaf að ég líti frábærlega út miðað við aldur, og ég veit að það er vegna þess að ég er einhleyp,“ sagði Young í samtali við Daily Mail.

„Fólk hefur sagt mér að ég sé að missa af miklu, vegna þess að ég á ekki mann og börn, en ég er hamingjusamari einhleyp vegna þess að ég lít stórvel út og líður frábærlega. Fjölskyldulíf veldur áhyggjum, og áhyggjur valda öldrun.“

Upphaflega ákvað Young að vera einhleyp því hún vildi halda í sjálfstæði sitt. Hún segist þó fljótlega hafa áttað sig á því að hjúskaparstaða hennar héldi henni ungri.

„Á meðan vinir mínir höfðu skyldum að gegna, svo sem barnauppeldi sem gerði það að verkum að útlitið var látið sitja á hakanum, hafði ég ekkert breyst síðan ég var tvítug.“

Young fer út að skemmta sér í viku hverri, sem …
Young fer út að skemmta sér í viku hverri, sem hún segir halda henni ungri. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál