Vatnsheldur maskari sterkur leikur fyrir helgina

Instant Tan frá St. Tropez hefur bjargað Hjördísi í útilegum.
Instant Tan frá St. Tropez hefur bjargað Hjördísi í útilegum. Ljósmynd/Facebook

Hjördís Ásta Guðmundsdóttir er 21 árs gömul og starfar sem förðunarfræðingur. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og fór til að mynda á Eurovision fyrir Íslands hönd og sá um hárið og förðunina árið 2015. Þá hefur hún einnig starfað í MAC og Make Up Store. Við fengum Hjördísi Ástu til þess að fræða okkur um hvaða förðunarvörur er gott að hafa með sér í útileguna nú þegar stærsta ferðahelgi ársins nálgast óðum.

Hægt er að fylgjast með Hjördísi Ástu á Instagram-síðu hennar …
Hægt er að fylgjast með Hjördísi Ástu á Instagram-síðu hennar @iamhjordis Ljósmynd/Erna Hrund

Hyljari

„Góður hyljari getur gert kraftaverk og kemur mér til bjargar á hverjum degi. Mér finnst meik nefnilega ekki alltaf must, en hyljaranum get ég ekki sleppt. Ég mæli með Pro Longwear eða Mineralize-hyljaranum frá MAC.“

Augabrúnagel

„Algjör snilld til að bæta smá lit í augabrúnirnar, gera þær meiri og fallegri. Ég mæli með lituðu augabrúnageli frá MAC sem er vatnshelt og augabrúnirnar haggast ekki, óháð veðri og vindum.“

Maskari

„Hér er um að gera að vera sniðugur og hugsa nokkur skref fram í tímann. Veðrið okkar breytist víst á örskömmum tíma og því er vatnsheldur maskari alltaf sterkur leikur.“

Instant Tan eða sólarpúður

„Það verður að viðurkennast að ég vakna ekki alltaf eins og Þyrnirós í útilegum og Instant Tan frá St. Tropez hefur bjargað mér oftar en ég get talið. Snilldarleið til að fríska smá upp á sig eða nota það á sömu staði og þú settir annars sólarpúður.“

Setting Spray

„Setting spray gleymist oft en það er algjör snilld. Ein besta leiðin til þess að hámarka endingartímann á förðuninni fyrir hvaða tilefni sem er svo þú helst gordjöss allt kvöldið. Ég mæli með setting spray-inu frá Skindinavia eða Urban Decay.“

Hægt er að fylgjast með Hjördísi Ástu á Instagram-síðu hennar @iamhjordis

My girl 💗💯 #mac #mua #eurovision #hhsimonsen #labelm #macnordic #bproiceland #ecs2015 #eurovision

A photo posted by Makeup by Hjördís Ásta (@iamhjordis) on May 22, 2015 at 12:01pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál