Myndinni eytt að ástæðulausu

Hall hefur brugðist við eyðingu myndarinnar með því að birta …
Hall hefur brugðist við eyðingu myndarinnar með því að birta af sér fleiri myndir fáklæddri. Ljósmynd/Instagram @mrsconstancehall

Ástralski bloggarinn Constance Hall hvetur fólk til þess að elska líkama sinn hvernig sem hann lítur út. Á dögunum birti Hall mynd af sér og dóttur sinni saman á Instagram og Facebook. Myndinni var aftur á móti eytt út af samfélagsmiðlunum þar sem ákveðinn fjöldi einstaklinga hafði tilkynnt myndina til stjórnenda þeirra og þótti hún ekki við hæfi. 

Hall hvetur fólk til þess að elska líkama sinn.
Hall hvetur fólk til þess að elska líkama sinn. Ljósmynd/Instagram @mrsconstancehall

Hall lét það þó ekki á sig fá og birti í kjölfarið nokkrar myndir af sér fáklæddri þar sem hún gaf þessum tilteknu samfélagsmiðlum millifingurinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik sem þetta á sér stað. Miðlarnir Instagram og Facebook hafa verið staðnir að því að henda út myndum sem ekkert athugavert er við eins og til dæmis konum að gefa brjóst.

Trying to choose the right undies to embrace Bill in when he gets home from work. Tough choice.

A photo posted by constanceandtribe (@mrsconstancehall) on Jul 7, 2016 at 11:27pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál