Myndi seint „baka“ á sér andlitið

Arna Sirrý Benediktsdóttir.
Arna Sirrý Benediktsdóttir.

Förðunarfræðingurinn Arna Sirrý Benediktsdóttir starfar í snyrtivöruversluninni Inglot og er í gullsmíðanámi samhliða því. Hún hefur starfað í kringum snyrtivörur í heil sjö ár og veit því eitt og annað um snyrtivörur og réttu handtökin þegar kemur að förðun.

Hvernig farðar þú þig dags daglega? „Ég set á mig léttan farða og hyljara, ég nota Cream Foundation og Under Eye Concealer frá Inglot. Ég nota svo kinnalit, krulla augnhárin og set á mig maskara, ég elska Long For-maskarann frá Inglot, hann lengir rosalega vel. Svo fylli éginn í augabrúnirnar með AMC brow liner gel og set Brow Shaping Mascara yfir.“

En þegar þú ert að fara eitthvað spari? „Mér finnst alltaf gaman að breyta til og prufa eitthvað nýtt. Stundum er ég með „crazy“-liti og eitthvað skemmtilegt, en GO TO-förðunin mín þegar ég fer út er brúnn augnskuggi yfir augnlokið, falleg gerviaugnhár, yfirleitt dökkur varalitur og „highliter“ í innri augnkrók og á kinnbeinin. Ég nota þá farða með meiri þekju og skyggi á mér andlitið.“

Hvað tekur þig langar tíma að jafnaði að gera þig til? „Á morgnana tekur það mig um tíu mínútur en þegar ég er að fara eitthvað fínt get ég dundað mér í lengri tíma, klukkutíma eða svo.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru? „Ég hugsa að ef ég fengi aðeins að velja eina vöru til að nota dags daglega væri það hyljari. Í augnablikinu er uppáhaldshyljarinn minn Under Eye Concealer frá Inglot. Svo er 6SS blöndunarburstinn frá Inglot uppáhaldsburstinn minn.“

Hvað gerir þú til að halda húðinni við? „Ég passa að þrífa af mér farðann á kvöldin, þegar ég er löt finnst mér gott að nota blautþurrkurnar frá Inglot, þær innihalda tóner og gefa húðinni líka raka án þess að gera hana feita. Annars reyni ég að þrífa af mér farðann, hreinsa svo húðina, nota andlitsvatn og bera á mig gott rakakrem og augnkrem. Og svo er gott að hafa í huga að skipta mjög reglulega um koddaver og sótthreinsa símann sinn af og til.“

Áttu eitthvert skothelt förðunarráð sem tryggir flotta förðun? „Góður „highliter“! „Highliter“ gerir svo mikið, persónulega set ég „highliter“ í innri augnkrókinn, það lætur augun „poppa“. Ég set auðvitað líka á kinnbeinin og oft niður nefið. Svo finnst mér mjög fallegt að setja smá highliter efst á varirnar, þær virðast stærri og fyllri. Mér finnst líka ómissandi að hafa fallegan kinnalit. Uppáhalds „highliter“-blandan mín í augnablikinu er augnskuggi númer 393 frá Inglot og Sparkling Dust númer 01 eða 02 yfir.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig? „Mér finnst æð- islegt að skella á mig góðum rakamaska á andlitið og helst í hárið líka, leggjast upp í sófa með sæng og kerti og horfa á þátt á meðan húðin og hárið nærast.“

Er eitthvað sem þú myndir ekki gera þegar kemur að förðun? „Ég er hlynnt því að það séu engar reglur í förðun! Það er svo gaman að prufa sig áfram. En eitt sem ég myndi seint gera er að „baka“ á mér andlitið með púðri, það höfðar ekki til mín. Að lokum vil ég bæta við að það þarf ekki að gera allt eins og hinir gera, maður þarf að finna hvaða vörur henta fyrir sig og ekki vera hræddur að prufa nýja hluti. Mér finnst óþarfi að mála sig dags daglega eins og maður sé að fara á ball. Náttúruleg förðun er að koma sterkinn og vinsældir þessa rosalega „contour“ og risaaugnhára fara minnkandi. „Less is more“ á stundum við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál