Daníel og Ísak gengur vel í Bretlandi

Aðstoðarmenn Daníels og Ísaks undirbúa bílinn fyrir keppnina í dag.
Aðstoðarmenn Daníels og Ísaks undirbúa bílinn fyrir keppnina í dag. mynd/Hipporace

Daníel Sigurðarson og Ísak Guðjónsson eru í 11. sæti þegar tveimur sérleiðum er lokið í Sunseeker-rallinu í Bornemouth á Englandi. Rallið er fyrsta umferðin í Evo-mótaröðinni sem Daníel mun aka í á þessu ári ásamt Ísak og Ástu systur sinni.

Daníel og Ísak eru í 3. sæti í sínum flokki en 2,2 sekúndur skilja þá frá fyrsta bíl. Þeir eru hins vegar 3,6 sekúndum frá 1. sætinu í heildarkeppninni.

Í kvöld voru eknar tvær stuttar malbiksleiðir innanbæjar í Bornemouth en á morgun verða eknar tíu sérleiðir í skógunum umhverfis borgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert