Helgi tryggði Val sigur gegn KR

Úr leik ÍA og FH á dögunum.
Úr leik ÍA og FH á dögunum. Brynjar Gauti

Fimm voru á dagskrá Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fylgst var með gangi mála í leikjunum fimm í textalýsingu á mbl.is en um er að ræða þriðju umferð Íslandsmótsins. KR tapaði 2:1 gegn Val þar sem að Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals. Skagamenn gerðu 2:2 jafntefli gegn Fram. FH vann stórsigur gegn HK, 4:0. Breiðablik og Keflavík gerðu 2:2 jafntefli og Fylkir vann Víking á útivelli, 1:0.

FH er með 9 stig eftir þrjár umferðir, Valur er með 7 stig en KR og ÍA eru í neðstu sætunum með 1 stig.

Staðan í deildinni.

Valur - KR 2:1. Lokatölur.

2:1 (79.) Helgi Sigurðsson skorar með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu en þetta er þriðja mark Helga á leiktíðinni.

(74.) Rúnar Kristinsson fær gult spjald fyrir brot og Baldur Aðalsteinsson leikmaður Vals fær einnig gult spjald.

(46.) Rúnar Kristinsson kemur inná í liði KR fyrir Tryggva Bjarnason og Pétur Marteinsson fer í vörnina í stað Tryggva.

1:1 (39.) Helgi Sigurðsson skorar með skoti úr miðjum vítateignum eftir hornspyrnu Valsmanna.

28. mín. Guðmundur Benediktsson skaut að mari KR af stuttu færi en boltinn fór yfir markið. Þetta var þriðja góða færið sem Guðmundur fær í leiknum en leikurinn er mjög líflegur.

0:1 (23.) Guðmundur R. Gunnarsson skorar fyrir KR af stuttu færi eftir að Grétar Ólafur Hjartarson skaut í markstöngina á marki Vals.

Willum Þór Þórsson stillir upp sama byrjunarliði og síðustu tveimur leikjum en Teitur Þórðarson þjálfari KR gerir tvær breytingar á liði sínu. Bjarnólfur Lárusson og Guðmundur Gunnarsson koma inn í liðið en Jóhann Þórhallsson og Atli Jóhannsson eru á varamannabekknum. Rúnar Kristinsson er á varamannabekk KR.

FH - HK 4:0. Lokatölur.

4:0 (82.) Tryggvi Guðmundsson bætir við fjórða marki FH.

3:0 (80.) Arnar Gunnlaugsson skorar fyrir FH.

2:0 (59.) Tryggvi Guðmundsson skorar á 59. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni. Þetta er annað mark Tryggva á leiktíðinni.

1:0 (4.) Matthías Guðmundsson kemur FH yfir með marki á 4. mínútu. Þetta er þriðja markið hjá Matthíasi á leiktíðinni. Matthías lék í gegnum flata vörn nýliða HK og skaut boltanum í markið.

ÍA - Fram 2:2. Lokatölur

2:2 (85.) Ingvar Þór Ólason jafnar fyrir Fram með skoti af löngu færi.

2:1 (76.) Gísli Freyr Brynjarsson kom inná sem varamaður á 75. mínútu og framherjinn ungi fann leiðina að marki Fram eftir aðeins eina mínútu. Þetta er fyrsta markið sem Gísli skorar í efstu deild en hann er aðeins 19 ára gamall.

1:1 (63.) Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Fram eftir mikil varnarmistök í liði ÍA.

1:0 (40.) Árni Thor Guðmundsson varnarmaður ÍA skorar á 40. mínútu með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Þetta er annað mark Árna fyrir ÍA í Landsbankadeildinni en hann lék 16 leiki í fyrra og skoraði hann eitt mark.

Víkingur - Fylkir 0:1. Lokatölur.

0:1 (68.) Valur Fannar Gíslason skoraði eina mark leiksins.

Breiðablik - Keflavík 2:2. Lokatölur.

2:2 (90.) Guðjón Árni Antoníusson jafnar fyrir Keflavík.

2:1 (83.) Magnús Páll Gunnarsson skorar fyrir Breiðablik.

1:1 (76.) Marco Kotilainen skorar beint úr aukaspyrnu en boltinn fór í mitt markið án þess að Hjörvar Hafliðason kæmi vörnum við.

(68.) Ómar Jóhannsson markvörður Keflavíkur varði vítaspyrnu frá Arnari Grétarssyni.

1:0 (9.) Kristján Óli Sigurðsson skoraði fyrir Breiðablik á 9. mínútu. Kristján skaut að marki Keflvíkinga af um 20 metra færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert