Oft staðið til að ég tæki við KR

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is
Eftir Kristján Jónsson

kris@mbl.is

,,Það var hringt í mig í morgun og við hittumst í hádeginu klukkan 12:30. Við vorum búnir að þessu bara um tvöleytið," sagði Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari KR, um aðdragandann að ráðningu sinni. Þetta hefur þá komið sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir Loga? ,,Já. Það hefur reyndar oft staðið til í gegnum árin að ég myndi þjálfa hérna í Vesturbænum. Ég hafði nú hugsað mér að vera í fríi frá þjálfun en í ljósi sögunnar þá var kannski kominn tími á að ég tæki við KR miðað við þau samskipti sem ég og KR-ingar höfum átt í gegnum tíðina. Við höfum oft rætt saman en alltaf hefur eitthvað staðið í veginum fyrir því að ég gengi til liðs við félagið. Ég vil taka það skýrt fram að ég ber mikla virðingu fyrir Teiti Þórðarsyni, bæði sem þjálfara og manneskju. Stundum er þetta bara svona í fótboltanum að hlutirnir ganga ekki upp og það gerir hann ekki að verri þjálfara fyrir vikið.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert