Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins

Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson og Matthías Vilhjálmsson með …
Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson og Matthías Vilhjálmsson með viðurkenningar sínar. mbl.is/Jón Svavarsson

Helgi Sigurðsson úr Val og Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR voru nú laust fyrir klukkan ellefu útnefnd knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins 2007. Kjörinu var lýst í lokahófi knattspyrnufólks sem nú stendur yfir á skemmtistaðnum Broadway en það eru leikmennirnir sjálfir sem kjósa.

Matthías Vilhjálmsson úr FH var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn í karlaflokki og Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA í kvennaflokki. Garðar Örn Hinriksson var valinn besti dómarinn.

Prúðustu leikmennirnir voru valin Guðmundur Benediktsson og Katrín Jónsdóttir úr Val.

Þjálfarar ársins voru kjörnir Willum Þórsson og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfarar Íslandsmeistaraliða Vals í karla- og kvennaflokki.

KR fékk stuðningsmannaverðlaunin í karlaflokki og Valur í kvennaflokki.

Lið ársins í karlaflokki er þannig skipað: Fjalar Þorgeirsson (Fylki) – Sverrir Garðarsson (FH), Atli S. Þórarinsson (Val), Barry Smith (Val), Dario Cingel (ÍA) – Matthías Guðmundsson (FH), Baldur Aðalsteinsson (Val), Bjarni Guðjónsson (ÍA), Davíð Þór Viðarsson (FH) – Helgi Sigurðsson (Val), Jónas Grani Garðarsson (Fram).

Þjálfari ársins: Willum Þór Þórsson (Val).

Lið ársins í kvennaflokki er eftirfarandi:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (Val) – Alicia Wilson (KR), Guðrún S. Gunnarsdóttir (Breiðabliki), Ásta Árnadóttir (Val), Guðný B. Óðinsdóttir (Val) – Edda Garðarsdóttir (KR), Katrín Ómarsdóttir (KR), Katrín Jónsdóttir (Val), Hólmfríður Magnúsdóttir (KR) – Margrét Lára Viðarsdóttir (Val), Olga Færseth (KR).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert