Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni

Bjarni Guðjónsson í baráttu við Þorlák Hilmarsson í leik HK …
Bjarni Guðjónsson í baráttu við Þorlák Hilmarsson í leik HK og ÍA í dag. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

,,Það er stígandi í leik okkar og mér fannst við vera óheppnir að vinna ekki þennan leik" sagði Bjarni Guðjónsson leikmaður ÍA við mbl.is eftir jafntefli sinna manna gegn HK í 6. umferð Landsbankadeildarinnar.

Eftir að við missum Stebba útaf tókum við völdin í leiknum og við hefðum átt að geta tryggt okkur sigur. Ég var óhress með markið sem HK skoraði. Við sváfum á verðunum en heppnin var ekki með okkur. Við áttum tvo skalla í slá í fyrri hálfleiknum og ég átti að nýta dauðafæri sem ég fékk í seinni hálfleik. Heilt yfir fannst mér við betri aðilinn en nýtingin á færunum var ekki góð og kannski spilar þar inní skortur á sjálfstrausti,“ sagði Bjarni.

Spurður hvort hann hafi séð atvikið þegar Stefán Þór Þórðarson var rekinn af velli sagði Bjarni; Ég held að þeir hafi hoppað saman upp Stefán kom seinna niður og lenti með fótinn á leikmanni HK. Þetta var óviljaverk og Stefán er greinilega að finna fyrir því hjá dómurum landsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert