Valur vann sigur á Blikum

Hörð barátta um boltann í leiknum á Hlíðarenda í dag.
Hörð barátta um boltann í leiknum á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Golli

Valur vann nauman sigur á Breiðablik, 1:0, á Hlíðarenda í dag. Albert Brynjar Ingason skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Leikurinn var lengst af fremur bragðdaufur, en úr rættist seint í síðari hálfleik.

Leikurinn var í beinni lýsingu á mbl.is og verður frekar um fjallað í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Sóknarþungi Blika var mikill, sérstaklega í síðari hálfleik, þegar Valsmenn voru einum færri. En þrátt fyrir að síðustu mínúturnar færu aðeins fram í vítateig Valsmanna, tókst Blikum ekki að skora. Prince Rajcomar fékk þeirra besta færi á 79. mínútu. Þá varði Kjartan Sturluson frá honum vítaspyrnu.  Atli Sveinn Þórarinsson fékk að líta rauða spjaldið einni mínútu síðar, hlaut sína aðra áminningu.

Byrjunarlið Vals
: Kjartan Sturluson - Atli Sveinn Þórarinsson, Birkir Már Sævarsson, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Rene Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Albert Brynjar Ingason, Rasmus Hansen.
Varamenn: Gunnar Einarsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Einar Marteinsson, Baldur Þórólfsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Geir Brynjólfsson Kristinn Geir Guðmundsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jackobsen - Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson, Prince Rajcomar, Olgeir Sigurgeirsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Guðmann Þórisson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Varamenn: Magnús Páll Gunnarsson, Vignir Jóhannesson, Marel Baldvinsson, Nened Zivanovic, Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson, Finnur Margeirsson. 

Valur 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Reynir Magnússon (Breiðablik) á skot framhjá
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert