Guðmundur Mete tognaði illa

Keflvíkingar fögnuðu góðum sigri í kvöld.
Keflvíkingar fögnuðu góðum sigri í kvöld. mbl.is

Guðmundur Viðar Mete, varnarmaður Keflavíkur, tognaði illa í aftanverðu læri snemma í síðari hálfleik gegn Þrótti í kvöld. „Guðmundur getur orðið frá um tíma vegna þessa enda eru tognanir sem þessar alltaf erfiðar viðureignar," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur við fréttavef Morgunblaðsins eftir leikinn á Keflavíkurvelli í kvöld.

Guðmundur kom inn í liðið í kvöld eftir að hafa verið frá um tíma vegna eymsla í baki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert