Haugasund hafnaði tilboði FH-inga í Kevin Nicol

Norska 1. deildarliðið Haugasund hafnaði tilboði frá FH-ingum í skoska knattspyrnumanninn Kevin Nicol fyrir nokkru að því er fram kom í norska blaðinu Haugasund Avis í gær.

,,Ég fékk tilboð frá FH en menn frá félaginu lofuðu mér sæti í liðinu út leiktíðina. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tilboði og ég hélt að ég hefði spilað minn síðasta leik á móti Bodö/Glimt í bikarkeppninni þann 30. júlí,“ sagði Nicol við Haugasund Avis en hann er 26 ára gamall miðjumaður og hefur til að mynda spilað með skosku liðunum Raith Rovers og Hibernian.

Forráðamenn Haugasunds vildu ekki sleppa Skotanum sem er samningsbundinn liðinu út leiktíðina en félagaskiptaglugginn hér á landi lokaðist þann 1. ágúst.

Nicol var á skotskónum með liði sínu um liðna helgi en hann skoraði tvívegis í 5:4 sigri Haugasunds á Alta.

FH-ingar fengu fyrir vikið engan liðsauka áður en lokað var fyrir félagaskipti um mánaðamótin. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert