Sara Björk skrifar undir hjá Breiðabliki

Sara Björk ásamt Svavari Jósefssyni framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Sara Björk ásamt Svavari Jósefssyni framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Landsliðskonan í knattspyrnu, Sara Björk Gunnarsdóttir, gekk í dag til liðs við Breiðablik. Hún gerði tveggja ára samning við félagið en hún spilaði sjö leiki með félaginu í sumar í Landsbankadeild kvenna og VISA bikar kvenna og skoraði í þeim fimm mörk. Hún var á þeim tíma lánsmaður hjá Breiðabliki frá Haukum.

Sara er fædd árið 1990 og er uppalin í Haukum. Hún á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrra en hefur spilað tólf A-landsleiki á þessu ári, skorað í þeim þrjú mörk og hefur átt sæti í byrjunarliði landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert