Logi Ólafsson: Börðumst fyrir þessum sigri

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is/Birmingham Post

Logi Ólafsson, þjálfari KR-inga, var mun kátari með úrslit leiksins en kollegi hans hjá ÍBV en með sigrinum í Eyjum skutust KR-ingar á topp Pepsi-deildarinnar og taka á móti Íslandsmeisturum FH næsta fimmtudag.

„Við erum sáttir.  Við erum fyrst og fremst mjög ánægðir með að hafa knúið fram sigur.  Við börðumst fyrir þessum sigri en ég vil hrósa Eyjamönnum fyrir þá baráttu sem þeir sýndu og þann fótbolta sem þeir voru að reyna spila.  Það sem kom okkur mest á óvart var að þeir komu framar á völlinn en við áttum von á og sköpuðu sér sín færi.

En sem betur fer náði Stefán Logi að koma í veg fyrir að þeir skoruðu en þetta er yfirleitt þannig að þú skapar þér þína eigin heppni með mikilli vinnu.  Grundvöllurinn er auðvitað að halda markinu  hreinu og það gekk hjá okkur.“

Þið voru meira með boltann í fyrri hálfleik en manni fannst vanta meiri slagkraft fram á við hjá ykkur.  Hvað veldur því?
„Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressu Eyjamanna þá vorum við allt of ákafir, ætluðum að gera of mikið í einu í stað þess að vera rólegri og yfirvegaðri.  Vindurinn hafði auðvitað sín áhrif, það er erfitt að senda nákvæmar sendingar við svona aðstæður og allt hefur þetta áhrif á leik liðsins.“

Nú mætið þið FH í næsta leik.  Hvernig leggst sá leikur í þig?

„Við munum mæta jafn vel stemmdir í þann leik og þennan.  KR þarf að koma betur út úr leikjum sínum gegn FH en við höfum gert undanfarin ár.  Fjöldi leikja sem FH hefur unnið auðveldlega gegn KR og vonandi verður leikurinn bara skemmtilegur.“

Frá viðureign ÍBV og KR í Eyjum í dag.
Frá viðureign ÍBV og KR í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert