Þorvaldur ánægður með spilamennskuna

Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst spilamennskan góð hjá okkur og er nokkuð sáttur með hana. En það eru mörkin sem telja og maður fær ekki mikið fyrir það ef menn skora ekki,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir tapið í Keflavík í dag.

„Mér fannst við vera betra liðið heilt yfir í leiknum, en það komu kaflar þar sem þeir komu aðeins inn í þetta. Við vorum að spila á útivelli og mé fannst bara vanta herslumuninn í sendingum hjá okkur. Við þurftum að bíða aðeins eftir færunum og við hefðum þurft að nýta þau sem við fengum betur,“ sagði Þorvaldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert