„Svona gerum við ekki“

Prince Rajcomar leikmaður KR var nálægt því að fá flösku …
Prince Rajcomar leikmaður KR var nálægt því að fá flösku í sig þar sem hann lá í grasinu eftir að brotið var á honum í leiknum við Keflavík. mbl.is/Eggert

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar óláta stuðningsmanna á leik KR og Keflavíkur í Pepsideildinni á sunnudagskvöld. Þá var flösku kastað í átt að leikmanni KR og einnig í stuðningsmannahóp KR-inga.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Svona gerum við ekki.

Kæru stuðningsmenn þrátt fyrir ljótt tap okkar manna gegn KR á sunnudag,  þá gerum við ekki svona,  eins og einn stuðningsmaður okkar gerði að henda flösku inná völlinn, og annar henti flösku í átt að KRingum en slíkur gjörningur getur haft með sér slæmar afleiðingar fyrir knattspyrnudeildina. Það er skiljanlegt að menn séu svekktir þegar liðið okkar er að tapa,  en þá skulum við líka frekar syngja og hvetja okkar menn en gera svona hluti. Það eru ekki margir leikir sem  Keflavík tapar og þegar það gerist skulum við taka því eins og sannir stuðningsmenn. Svo ég hvet þá sem hér eiga hlut að máli að hugsa næst um að hrópa áfram Keflavík frekar en kasta frá sér reiðinni. “

Undir þetta skrifar Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Sá aðili sem henti flösku inn á völlinn í átt að leikmanni KR á meðan á leik stóð hefur sent frá sér afsökunarbeiðni sem birtist á stuðningsmannasíðu Keflvíkinga og lesa má hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert