Grindvíkingar skelltu meisturunum

Frá leik Fjölnis og FH fyrr í sumar.
Frá leik Fjölnis og FH fyrr í sumar. Ómar Óskarsson

Grindvíkingar hafa svo sannarlega náð sér af flensunni sem herjaði á leikmenn liðsins á dögunum, eða svo virtist á leik þeirra í dag. Þá skelltu þeir Íslandsmeisturum FH, 3:0, á Kaplakrikavelli, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. FH-ingar náðu sér aldrei á strik í leiknum og hafa sjaldan leikið verr í sumar en þeir gerðu að þessu sinni, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

 Fylgst var með gangi mála á Kaplakrikavelli í beinni textalýsingu á mbl.is.

Þetta er fyrsti leikur Grindvíkinga í deildinni frá 9. ágúst að þeir unnu Þrótt. Eftir það stakk flensa sér niður í herbúðir liðsins og tveimur síðustu leikjum þess var frestað.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson (M), Alexander Toft Söderlund, Freyr Bjarnason, Pétur Viðarsson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Sverrir Garðarsson, Ólafur Páll Snorrason, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Varamenn: Tommy Nielsen, Kristján Gauti Emilsson, Brynjar Benediktsson, Viktor Örn Guðmundsson, Hafþór Þrastarson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson (M).

Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar Pétursson (M) Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsay, Jóhann Helgason, Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Orri Freyr Hjaltalín, Gilles Daniel Mbang Ondo, Ben Ryan Long, Jósef Kristinn Jósefsson, Óli Stefán Flóventsson, Tor Erik Moen.
Varamenn: Óli Baldur Bjarnason, Sveinbjörn Jónsson, Páll Guðmundsson, Eysteinn Húni Hauksson, Gunnar Þorsteinsson, Emil Daði Símonarson, Helgi Már Helgason (M).

FH 0:3 Grindavík opna loka
90. mín. Ben Ryan Long (Grindavík) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert