Björgólfur Takefusa: Þetta er alveg ógeðslega gaman

Björgólfur Takefusa er á skotskónum um þessar mundir.
Björgólfur Takefusa er á skotskónum um þessar mundir. mbl.is/Friðrik

Björgólfur Takefusa skoraði í sínum sjöunda leik í röð fyrir KR þegar liðið sigraði Fram 3:1 í Pepsí deildinni á KR-vellinum í kvöld. Björgólfur aðeins marki á eftir Atla Viðari Björnssyni í keppninni um markakóngstitilinn. Athyglisvert er að síðastliðinn vetur hugðist Björgólfur leggja skóna á hilluna.

„Ég var eiginlega hættur en eftir að ég byrjaði á fullu og sá hvernig stemningin var í leikmannahópnum þá áttaði ég mig á því þetta væri lið sem gæti skapað mikið af færum fyrir þá sem eru fremst á vellinum,“ sagði Björgólfur í samtali við mbl.is. Hann segist hafa verið kominn með vissan leiða eftir síðustu leiktíð en er búinn að finna leikgleðina á ný:

„Ég var kominn með smá leið á boltanum að einhverju leyti. Auk þess hef ég eytt miklum tíma í hann og var að velta fyrir mér að fara nýjar leiðir í lífinu enda kominn langt með að mennta mig. Ég tók mér smá pásu frá þessu og fann gleðina. Þetta er alveg ógeðslega gaman og ég þurfti bara smá pásu frá boltanum til þess að finna gleðina aftur. Þetta á náttúrulega að vera bara eins og þegar maður lék sér á einhverju túni í gamla daga.“

Ítarlega er fjallað um leik KR og Fram í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert