Leikur ÍBV og Fylkis færður fram um einn dag

Frá viðureign Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Ingimundur Níels Óskarsson …
Frá viðureign Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Ingimundur Níels Óskarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttu um boltann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótnefnd KSÍ hefur ákveðið að flýta leik ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu um einn dag og fer hann fram á morgun á Hásteinsvelli klukkan 14 í stað sunnudagsins. Ástæðan er sú að samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð slæmu veðri í Vestmannaeyjum á sunnudag og ólíklegt að leikhæft verði á þeim tíma.

Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir í grein 23.1.8

23.1.8. Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í síðustu tveimur umferðum í Pepsi-deild karla á sama tíma. Sama gildir um síðustu tvær umferðir í 1. deild karla. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í Evrópukeppni), skulu ávallt fara fram á sama tíma. Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild. Liði, sem ferðast til leiks í þessum umferðum, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma.

Þar sem nú þegar liggur fyrir hvaða lið ná sæti í Pepsi-deild karla sem gefur rétt til þátttöku í Evrópukeppni og hvaða lið falla í 1. deild telur mótanefnd réttlætanlegt að færa umræddan leik vegna þeirra aðstæðna sem áður er getið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert