Breiðablik mætir Motherwell

Breiðablik fer til Skotlands.
Breiðablik fer til Skotlands. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik leikur gegn Motherwell frá Skotlandi í 2. umferð forkeppninnar í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu karla en til hennar var dregið rétt í þessu. Fylkismenn fara til Serbíu ef þeir komast áfram úr 1. umferð.

Þetta er frumraun Blikanna í Evrópukeppni en þeir urðu bikarmeistarar á síðasta ári.

Leikirnir fara fram 15. og 22. júlí og fyrri leikurinn á að fara fram í Skotlandi, samkvæmt drættinum. Motherwell hafnaði í 5. sæti skosku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu keppnistímabili.

Fylkismenn fara til Serbíu og leika við OFK Belgrad ef þeim tekst að sigrast á Torpedo frá Hvíta-Rússlandi í 1. umferðinni, og þá yrði fyrri leikurinn í Belgrad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert