Eiður tryggði ÍBV sigur á Keflavík

Andri Ólafsson kemur ÍBV yfir á 32. mínútu í kvöld.
Andri Ólafsson kemur ÍBV yfir á 32. mínútu í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Keflavík 2:1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.

Andri Ólafsson kom ÍBV yfir á 32. mínútu en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði fyrir Keflavík á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Keflvíkingurinn Guðjón Árni Antoníusson rekinn af velli og rétt á eftir skoraði Eiður Aron stórglæsilegt sigurmark fyrir Eyjamenn sem þar með fylgja Blikum eftir á toppnum með 23 stig.

Byrjunarlið ÍBV: Mark: Albert Sævarsson. Vörn: James Hurst, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner. Miðja: Tommy Mawejje, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Sókn: Denis Sytnik , Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Eyþór Helgi Birgisson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Danien Justin Warlem.

Byrjunarlið Keflvíkinga: Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Guðjón Á. Antoníusson, Haraldur F. Guðmundsson, Bjarni H. Aðalsteinsson, Alen Sutej. Miðja: Einar O. Einarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Paul McShane, Guðmundur Steinarsson, Magnús S. Þorsteinsson. Sókn: Magnús Þ. Matthíasson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Haukur Ingi Guðnason, Brynjar Örn Guðmundsson, Sigurður Gunnar Sævarsson, Ómar Karl Sigurðsson, Hörður Sveinsson.

ÍBV 2:1 Keflavík opna loka
90. mín. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) skorar 2:1 Þvílíkt mark! Boltinn barst út fyrir vítateiginn eftir þunga sókn Eyjamanna og miðvörðurinn ungi tók boltann á lofti utan vítateigs og negldi honum í netið. Klárlega líklegt sem mark sumarsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert