Góður 3:0 sigur KR gegn Fylki

Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR. mbl.is/Sigfús Gunnar

KR og Fylkir áttust við í lokaumferð úrvalsdeildar karla, Pepsí-deildinni þar sem sem KR hafði betur, 3:0. Egill Jónsson, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk KR sem tryggðu sér Evrópusæti á næstu leiktíð.

Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is. Þeir sem fylgjast með textalýsingunni eiga kost á því að senda hugleiðingar sínar um leikinn og atriði honum tengd á thg@mbl.is. Slíkar orðsendingar kunna verða birtar sem hluti af lýsingunni.

Egill Jónsson kom KR-ingum yfir á 9.mínútu með skoti utan teigs.  Guðjón Baldvinsson bætti síðan öðru marki við eftir fasta sendingu fyrir markið frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Baldur Sigurðsson bætti síðan þriðja markinu við í lokin eftir fína sendingu frá Kjartani Henry.

KR-ingar ljúka því Íslandsmótinu í fjórða sæti og tryggja Evrópusæti, með 38 stig, sex stigum meira en Fram í fimmta sæti. 

Byrjunarlið KR: Lars Ivar Moldsked, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson (fyrirliði), Kjartan Henry Finnbogason, Skúli Jón Friðgeirsson, Baldur Sigurðsson, Dorfi Snorrason, Viktor B. Arnarson, Egill Jónsson, Guðmundur R. Gunnarsson, Guðjón Baldvinsson. Varamenn: Þórður Ingason, Óskar Örn Hauksson, Auðunn Örn Gylfason, Hróar Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Eggert Rafn Einarsson, Davíð Einarsson.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson (fyrirliði), Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Tómas Þorsteinsson, Ásgeir Örn Arnþórsson Varamenn: Andrew Bazi, Ólafur Ingi Stígsson, Benedikt Óli Breiðdal, Andri Már Hermannsson, Einar Pétursson, Friðrik Ingi Þráinsson, Ari Páll Ísberg.

KR 3:0 Fylkir opna loka
90. mín. Ólafur Ingi Stígsson (Fylkir) á skot sem er varið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert