Valur í banni næsta vor

Valur Fannar Gíslason, til hægri, í leik með Fylki gegn …
Valur Fannar Gíslason, til hægri, í leik með Fylki gegn Breiðabliki. mbl.is/Ómar

Valur Fannar Gíslason, knattspyrnumaðurinn reyndi úr Fylki, byrjar næsta keppnistímabil í leikbanni því hann var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Valur fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í leiknum gegn KR á sunnudaginn og verður því í banni gegn FH í lokaumferðinni og í fyrsta leik á Íslandsmótinu 2012.

Fimm leikmenn í Pepsi-deild karla fengu eins leiks bann í dag vegna fjögurra gulra spjalda og spila því ekki í lokaumferðinni á laugardaginn en þeir eru eftirtaldir:

Hákon Atli Hallfreðsson, FH
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylki
Alexander Magnússon, Grindavík
Frans Elvarsson, Keflavík
Jóhann Laxdal, Stjörnunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert