Hermann Hreiðars þjálfar ÍBV

Hermann Hreiðarsson snýr aftur til Vestmannaeyja í vetur.
Hermann Hreiðarsson snýr aftur til Vestmannaeyja í vetur. mbl.is/Eggert

Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, verður þjálfari ÍBV í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. 

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í kvöld. Hann sagðist hafa komist að munnlegu samkomulagi við Hermann og formlega verið gengið frá tveggja ára samningi innan tíðar. 

Fyrr í dag sendi ÍBV frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Magnús Gylfason væri hættur sem þjálfari liðsins. Dragan Kazic og Ian Jeffs munu stjórna liðinu í þeim þremur leikjum sem eftir eru í deildinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert