Sigmar Ingi á leið í Hauka

Sigmar Ingi með Íslandsbikarinn 2010.
Sigmar Ingi með Íslandsbikarinn 2010. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður úr Breiðabliki, mun spila í Hafnarfirði á næstu leiktíð en hann er á leið til 1. deildar liðs Hauka samkvæmt öruggum heimildum mbl.is og verður gengið frá samningi um helgina.

Sigmar Ingi hefur barist um markvarðarstöðuna við Ingvar Kale hjá Blikum undanfarin ár en hann hefur spilað 21 leik fyrir liðið á síðustu fjórum leiktíðum.

Breiðablik gaf bæði Ingvari Kale og Sigmari leyfi til að ræða við önnur félög eftir að samið var við landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson til þriggja ára. 

Hauka vantar markvörð eftir að Daði Lárusson yfirgaf liðið og gekk aftur í raðir FH en nú hefur Ólafur Jóhannesson fundið sinn mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert