Maron frá Val til Kristianstad

Brett Maron í leik með Val gegn Stjörnunni í sumar.
Brett Maron í leik með Val gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Brett Maron, bandaríski markvörðurinn sem varði mark Valskvenna í knattspyrnunni í sumar, er farin frá Hlíðarenda og er búin að semja við sænska Íslendingaliðið Kristianstad fyrir næsta tímabil.

Maron lék með Kristianstad fyrir þremur árum en hún hefur einnig spilað í bandarísku atvinnudeildinni og verið á mála hjá Turbine Potsdam í Þýskalandi á síðustu árum. Hún lék 16 leiki í mark Vals í sumar en var ekki með í síðustu tveimur umferðunum. Þá varði hún mark Aftureldingar í úrvalsdeildinni árið 2008.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad fimmta árið í röð á næsta tímabili og hún segir í fréttatilkynningu frá félaginu að það hafi sýnt sig í ár að það sé nauðsynlegt að hafa fleiri góða markverði í hópnum. Fyrir er hjá liðinu sænski landsliðsmarkvörðurinn Hedvig Lindahl en hún er nýbúin að gangast undir uppskurð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert