Heiðar Geir semur við Fylki

Heiðar Geir Júlíusson spilar í Árbænum í sumar.
Heiðar Geir Júlíusson spilar í Árbænum í sumar. Ljósmynd/heimasíða Ängelholm

Knattspyrnumaðurinn Heiðar Geir Júlíusson er genginn í raðir Pepsi-deildar liðs Fylkis en hann samdi við Árbæjarliðið út tímabilið.

Það er fotbolti.net sem greinir frá en Heiðar Geir kemur til Fylkis frá Ängelholm í Svíþjóð þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú ár.

Heiðar Geir er uppalinn Framari, miðjumaður, sem hóf að leika með meistaraflokki 2004.

Hann á að baki 85 leiki í efstu og næstefstu deild með Fram og skoraði hann 9 mörk í þeim leikjum. Hann lék einnig með Hammarby í Svíþjóð 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert