Ásgeir Börkur á leið til Sarpsborg

Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki gegn ÍBV.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki gegn ÍBV. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðvallarleikmaðurinn sterki í liði Fylkis, er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg þar sem þrír Íslendingar eru á mála.

Þetta kemur fram á fótbolti.net en Fylkir og norska félagið hafa náð samkomulagi um lánssamning sem gildir til 15. júlí og eftir þann tíma er möguleiki á Sarpsborg geti keypt leikmanninn, sem heldur utan til Noregs í dag.

Sarpsborg er nýliði í norsku úrvalsdeildinni. Markvörðurinn Haraldur Björnsson er á sínu öðru tímabili með liðinu en fyrir tímabilið fékk það Guðmund Þórarinsson og Þórarinn Inga Valdimarsson frá ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert