Berglind aftur í Breiðablik

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, lengst til hægri, fagnar marki í leik …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, lengst til hægri, fagnar marki í leik með ÍBV. mbl.is/Ómar

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik á ný eftir að hafa spilað með ÍBV undanfarin tvö ár.

Berglind, sem er 21 árs gömul, hefur skorað 44 mörk í 84 leikjum í efstu deild en hún gerði tvö mörk í 11 leikjum með ÍBV síðasta sumar. Hún á að baki 7 A-landsleiki og 38 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þar með hefur ÍBV misst sjö leikmenn frá síðasta tímabili en Danka Podovac fór í Stjörnuna, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir í Grindavík, Andrea Ýr Gústavsdóttir í Selfoss, Hlíf Hauksdóttir í Val og Julie Nelson til Englands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert