ÍBV fær enskan framherja lánaðan

Lateef Elford-Alliyu skrifar undir hjá ÍBV.
Lateef Elford-Alliyu skrifar undir hjá ÍBV. Ljósmynd/Eyjamenn.com

Eyjamenn hafa bætt enska framherjanum Lateef Elford-Alliyu í sinn hóp en hann kemur til þeirra í láni í einn mánuð frá enska C-deildarliðinu Crawley Town. Þetta kemur fram á eyjamenn.com.

Elford-Alliyu verður 21 árs um næstu mánaðamót en hann var í röðum WBA frá 14 ára aldri og þar til síðasta sumar. Hann kom til Keflavíkur fyrir þremur árum en ekkert varð af því að hann spilaði með Suðurnesjaliðinu. Þá lánaði WBA hann til Hereford, Tranmere og Bury.

Elford-Alliyu á að baki 9 leiki með enska U17 ára landsliðinu og hann lék 6 leiki með Crawley á nýloknu tímabili eftir að hafa verið í röðum Bury í D-deildinni fyrri hluta vetrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert