Fram semur við ungan Þjóðverja

Þorvaldur Örlygsson fær nýjan mann í næstu viku.
Þorvaldur Örlygsson fær nýjan mann í næstu viku. mbl.is/Kristinn

Pepsi-deildar lið Fram hefur gengið frá samningi við þýska leikmanninn Mortiz Erbs um að leika með liðinu í sumar.

Þetta kemur fram á fótbolti.net en þar segir að Erbs sé fæddur árið 1995 og leikur sem miðvörður. Hann er þó með mikið markanef og hefur skorað 14 mörk í 19 leikjum fyrir lið sitt í Þýskalandi.

Erbs klárar tímabilið í Þýskalandi í dag og kemur svo til Íslands í næstu viku. Hann verður því ekki með Fram þegar það tekur á móti Fylki í Pepsi-deildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Hér má sjá yfirlit yfir öll félagaskipti í íslenska boltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert