Of Monsters and Men sýnir Stjörnunni stuðning

Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörnunnar sem hefur upplifað mikið bikarævintýri …
Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörnunnar sem hefur upplifað mikið bikarævintýri í sumar. mbl.is/Golli

Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hafa sent frá sér myndband til að sýna leikmönnum Stjörnunnar stuðning fyrir bikarúrslitaleikinn við Fram á laugardag.

Þeir spila þar sýna útgáfu af lagstúfnum „Inn með boltann“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmannafélag Stjörnunnar, kyrjar reglulega á leikjum, sérstaklega þegar liðið fær hornspyrnu.

Upprunalega er lagið úr smiðju pönkhljómsveitarinnar Rass og heitir „Burt með kvótann“ en Silfurskeiðin breytti textanum og þann texta nota meðlimir Of Monsters and Men sem eru úr Garðabæ og dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar. Fram kemur á vef Silfurskeiðarinnar að Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trommari sveitarinnar, hafi áður verið trommari stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. Myndbandið, sem hljómsveitin gerði í Danmörku þar sem hún er nú stödd, má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert