Úrslitin í raun ákveðin fyrirfram

Þróttarar sjást hér etja kappi við Víking sl. haust.
Þróttarar sjást hér etja kappi við Víking sl. haust. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég vonast til að menn sjái að sér í þessu,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið um leik Þróttar R. og Fylkis í Reykjavíkurmótinu síðastliðinn sunnudag. Þar stillti Þróttur upp sjö ólöglegum leikmönnum sem liðið er að skoða þessa dagana, fullmeðvitað um að leikurinn væri tapaður, 3:0, sama hvernig færi.

Borið hefur á því undanfarin misseri, þá sérstaklega síðasta vetur, að lið notuðu undirbúningsmótin til að skoða leikmenn sem eru hjá þeim til reynslu, oft útlendinga. Liðin gefa í raun leikinn fyrirfram, meðvituð um að þeirra bíður 50.000 króna sekt (30.000 þar til í ár en þá varð hækkun á öllum sektum KSÍ) í þeim tilgangi að sjá leikmenn í mótsleik en ekki þýðingarlausum æfingaleik.

Upp komu 5-6 dæmi um slíkt í Lengjubikarnum í fyrra og þetta finnst Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, ólíðandi.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert