Stefnir á titil innan fárra ára

Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson, eiginmaður hennar og aðstoðarþjálfari, …
Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson, eiginmaður hennar og aðstoðarþjálfari, fylgjast með Fylkisliðinu í leik. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sést á þeirri stöðu sem við erum í þegar deildin er hálfnuð að við höfum staðið okkur framar vonum. Við lögðum upp með að spila frábæran varnarleik, en erum að vinna meira í sóknarleiknum núna. En varnarleikurinn er bara þannig núna að hann byrjar á fremsta sóknarmanni. Það hefur kannski aðeins bitnað á því að við skorum ekki fleiri mörk,“ sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, sem í gær var útnefnd besti þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna knattspyrnu.

„Það er engin spurning að við í Fylki stefnum á titil innan tveggja til þriggja ára. Við ætlum að koma liðinu í fremstu röð og vinnan er þegar hafin við það.“

Nánar er rætt við Rögnu Lóu Stefánsdóttur þjálfara Fylkis í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert